Ég er búin að eiga uppskriftina af þessum húfum í dálítinn tíma, og ákvað að nú væri rétti tíminn til að prjóna þær. Reyndar ætlaði ég að vera búin með þær fyrir um mánuði síðan, en þurfti að bíð eftir garninu.
Mér fannst tímabært að ömmustelpurnar, komnar hátt á þriðja ár, fengju húfur fyrir stórar stelpur, sem ekki þyrfti að binda undir hökunni.
Uppskriftin gefur upp Nepal garn frá Drops, sem er fyrir prjónastærð 5, en ráðlagði að nota prjóna 3,5 því húfan átti að verða mjög þétt. Ég hlýddi þessu, og prjónaði báðar húfurnar með harmkvælum, því þetta var varla gerandi. Mig verkjaði í hendurnar á því að prjóna eins fast og ég gat. Og húfurnar urðu alltof massífar og stórar.
Ég rakti þær upp og gerði legghlífar úr Nepal garninu, og prjónaði húfurnar svo aftur úr Lima frá Drops, sem er sama garn og Nepal en fínna, ætlað fyrir prjóna 4. Nú gekk þetta miklu betur, og húfurnar miklu eðlilegri fyrir litlu höfuðin.
Dúskana fékk ég í Gallerý Spuna í Kópavogi, þeir eru með smellu.
Uppskriftina er hægt að kaupa hér á norsku, en ég man ekki alveg hvar ég fékk þá íslensku.
I love your knitting
SvaraEyða