Heildartala yfir síðuflettingar

laugardagur, 14. júlí 2018

Húfur


Þetta er húfan Glóð, sem ég prjónaði á rúmlega eins árs sonardóttur mína. 
Garnið heitir Lark og er úr Litlu prjónabúðinni.
Ég gerði líka svona húfur á eldri stelpurnar tvær og hafa þær verið mikið notaðar.

Könglahúfuna prjónaði ég á litla frænku sem varð sex ára í vor. 
Ég prjónaði hana úr Drops Lima, frá Gallery Spuna.
Í uppskriftinni stendur að nota eigi Nepal, en það er alltof gróft, hef reynt það en það gekk ekki. Hins vegar verða þær æðislega fínar og passlegar úr Lima.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli