Kvöld eitt, fyrir skömmu, greip ég með mér gamalt bútasaumsblað til að líta í uppi í rúmi áður en ég fór að sofa.
Þar var uppskrift að þessum púða, sem ég hafði alltaf ætlað að sauma, en var búin að gleyma.
Ég vatt mér í að byrja á honum strax næsta morgun.
Ég hef prófað ýmsar aðferðir við applíkeringu, og núna notaði ég Steam-A-Seam til að líma niður með. Fékk það í jólagjöf um þar síðustu jól og hafði aldrei prófað að nota það. Síðan saumaði ég niður í vél með tunguspori..
Munstrið heitir Gardening Angel Pillow, og er úr hefti sem heitir Quilts of Thimble Creek.
that is a very cute pillow!
SvaraEyða