Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 7. júlí 2020

Saumað á Baby Born


Ég hef nú meira verið fyrir það að prjóna dúkkuföt en að sauma þau, þótt það sé ólikt fljótlegra.
En nóg á ég af sniðunum, þannig að það er fínt að gera þetta í bland.


Í vor saumaði ég þessar flíkur fyrir ömmustelpurnar þrjár og gaf þeim þegar sú yngsta átti afmæli, gef alltaf öllum eitthvað smá þegar ein fyllir ár.


Sniðið af samfellunni og tjullpilsinu eru frá Norlin, en hringskorna pilsið er úr bókinni 
Sy & strikk dukkeklær eftir Anne Grethe Gaaserud, sem vinkona mín keypti fyrir mig í Ósló.


Efnin eru öll úr Föndru.

1 ummæli: