Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 24. janúar 2021

Stripa

Eftir teppið í síðustu færslu hélt ég áfram að kíkja í körfuna sem geymir afgangana mína og í einum pokanum voru nokkrir hnyklar af Drops Air. Vinkona mín keypti fyrir mig norska bók í Ósló og langaði mig aðallega í hana út af einum trefli, þessum hér, og heitir uppskriftin Stripa.  Hann er einlitur í bókinni og prjónaður úr Drops Air.

Ég ákvað að nota bara afgangana í þetta og liggur við að mér finnist það bara flottara. Bókin heitir Sjal og skjerf. Strikking hele året. Hún er eftir Britta Mikkelborg. Ég byrjaði reyndar á að prjóna sjal upp úr henni og á örugglega eftir að nota hana meira. En trefillinn er mjög góður og notaður næstum daglega núna.


 

1 ummæli: