Ég tók nokkur eldhúshandklæði og saumaði á þau með útsaumsvélinni. Ég hafði ekki prófað að sauma í svona “vöffluvefnað” og vildi prófa það. Þetta eru handklæði sem ég hef við vaskinn, keypt í Ikea.
Trikkið var að setja uppleysanlegt handklæðaplast yfir handklæðið, og þá flaut myndin ofan á efninu í stað þess að sökkva ofan í það.
Þá vatt ég mér í að sauma út í viskastykki sem er líka úr svona “vöffluefni”. Ég sé svona viskastykki mikið notuð í útsaum, en þetta var í fyrsta sinn sem ég prófaði það. Þetta saumaði ég handa vinkonu okkar sem býr á samnefndri jörð fyrir norðan.
Ég tók líka nýja svuntu frá Ikea og setti skemmtilega mynd efst á hana. Það þarf að passa að gera ekki of mikið eða litríkt á svona röndótt efni. Bara eitthvað einfalt.