Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 17. september 2025

Haustverkin

Hjá mér eru haustverkin ekki sláturgerð eins og áður eða berjatínsla, heldur vettlingaprjón á barnabörnin.

 

Að þessu sinni notaðist ég næstum eingöngu við afganga frá vettlingaprjóni undanfarinna missera. Það urðu margar rendur og litaskipti og þar af leiðandi margir endar að ganga frá. En það er ekki leiðinleg vinna, bara handavinna eins og annað.


Ég safna afgöngum af sama grófleika saman í poka, og blanda ekki neinu sem þófnar saman við. Þetta urðu 9 pör, tvö fyrir hverja stelpu og þrjú fyrir strákinn. Prjónaði 5-7 ára stærð á strákinn en 8-10 ára stærð á stelpurnar þrjár. Svo var allt merkt inni í stroffinu eins og ég geri alltaf.


Ég fór eftir uppskriftinni Randalíus eins og ég hef gert undanfarið, kann hana utanað, og er hún frí á heimasíðu Storksins.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli