Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 10. september 2019

Heimferðarsett


Fjórða barnabarnið okkar hjóna bættist í hópinn þann 4. september.
Í þetta sinn var það drengur, en við eigum þrjár stelpur fyrir.
Foreldrarnir völdu uppskriftir og liti í heimferðarsettið.
Peysan, buxurnar, vettlingarnir og  húfan með tölunum er úr Klompelompe bókunum, hjálmhúfan úr Babystrik pa pinde 3 og sokkarnir og trefillinn eru í grunninn frá Prjóna Jónu, en með munstrinu úr peysunni, og eins hef ég sokkana aðeins grynnri en uppskriftin segir til um.
Drengurinn fór heim í fötunum, þau eru aðeins of stór ennþá, en hann vex fljótlega upp í þau og upp úr þeim.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli