Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 10. febrúar 2020

Tvöfaldir vettlingar


Í bókinni Leikskólaföt 2 rakst ég á vettlingauppskrift þar sem innri vettlingur var prjónaður í þann ytri til að gera hann hlýrri.
Ég prjónaði minnstu uppskriftina, á 1-2 ára.


Svona líta þeir út að innan.


Og af því að ömmustrákurinn notar ekki ennþá þumla, þá prjónaði ég aðra þumlalausa með sömu aðferð.


Uppskriftin heitir Lísa í Undralandi.
Ég notaði afganga af Lanett stærri vettlingana, og það sama í þá minni, nema innan í þeim er Mini alpakka frá Sandnes.
Stærð á prjónum: 3,5 og 4.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli