Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 23. mars 2020

Kríur


Fyrir um sex árum heklaði ég Kríur handa mér og tengdadætrunum. Þær hafa verið í stöðugri notkun öll þessi ár
Eina ömmustelpuna langaði að eiga svona sjal eins og mamma hennar á.
Ég tók því fram afgangana frá Kríunum, var með flokkað í poka garn sem passaði saman í grófleika og innihaldi, þetta voru ullar/bómullarblöndur. Sumt eru afgangar af fötum sem ég hef prjónað á stelpurnar.
Og af því að ég get ekki gert upp á milli þeirra, þá heklaði ég handa þeim öllum.


Ég notaði mest allt garnið sem ég átti.
Uppskriftin er í Heklbók Þóru og heklunálin nr. 4.

1 ummæli: