Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 15. september 2021

Hvítt í hvítt

Ég á mikið safn af alls konar blúndum og böndum, og draumurinn hefur lengi verið að sauma teppi í “heirloom” stíl með alls konar hvítum efnum, skrautsaumi, perlum og pallíettum.En núna ákvað ég að gera poka með blúndum og skrautsaumi, en bara í hvítu. 

Ég þurfti ekkert að kaupa nema perlurnar, allt hitt átti ég. Pokinn er eins að aftan og framan. Hann er tvöfaldur og í innri pokann notaði ég gamalt og slitið lak.

Til að sauma perlurnar á að ofan notaði ég sérstakan perlusaumsfót sem fylgir með skrautsaumasettinu (Embellishment Feet Set) sem hægt er að kaupa með Husqvarna Amber Air overlockvélinni minni. Fóturinn stýrir perlubandinu algjörlega og ég þurfti bara að stilla vélina samkvæmt leiðbeiningum og sauma. Snilld!

Svo notaði ég útsaumstvinna í allan skrautsaum til að fá glansinn á munstrið.

Loks prófaði ég fót sem ég hef átt lengi með Epic 980 vélinni minni góðu en aldrei prófað almennilega. Hann saumar lek (Pin Tuck fótur). Til að fá þau skarpari er hægt að setja þráð undir og stýrir litla járnið fyrir framan fótinn þræðinum. Ég notaði heklugarn úr bómull. Undir fætinum eru svo raufar sem stýra því hvar næsta lek er saumað. Þessi poki varð því æfing í ýmsu sem ég hef ekki gert áður, og það er svo gaman.


 

1 ummæli:

  1. ó, en fallegt og skemmtilegt!
    kv. Fríða
    ps. hef fylgst með hér lengi, en aldrei komið því í verk að skrifa neitt

    SvaraEyða