Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 11. júlí 2022

Dúkkuhúfur


 Einhvern tíma í vor þegar ég hafði ekkert að prjóna greip ég poka með garnafgöngum og prjónaði húfur á allar dúkkurnar þrjár. Ég tók mynd af þeim þegar ömmustelpurnar voru búnar að stílísera þær aðeins og setja í föt sem pössuðu með litunum í húfunum, það tóku þær alveg upp hjá sjálfum sér.

Uppskriftin er úr litlu hefti sem heitir Dukkestrikk og er frá Klompelompe. Garnið er Sandnes merino og Drops merino extra fine.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli