Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 12. september 2022

Skæri og mús

Hér eru tvær litlar útsaumsmyndir sem mig langaði til af vissum ástæðum að yrðu að einhverju en ekki bara prufur ofan í skúffu. Skæramunstrið var nefnilega fyrsta útsaumsmunstrið sem ég prófaði að kaupa á netinu. Það var að vísu ókeypis, en mér tókst þetta. Síðan hef ég keypt eða hlaðið niður nokkrum í viðbót.

Þarna á skæramottan heima því mér finnst svo þægilegt að leggja skærin frá mér á sjálfa vélina, því harpan á Epic vélinni er svo stór. Ég set oft títuprjónasegulinn eða klemmuboxið þarna líka.


 Hitt munstrið sem mig langaði að búa eitthvað til úr var þessi mús. Sapphire 85 útsaumsvélin mín er nettengd og getur tekið við munstrum úr tölvunni gegnum netið. Þetta var fyrsta munstrið sem ég reyndi að senda úr tölvunni í vélina og það tókst í fyrstu tilraun!  Úr varð þessi dúkkupúði, set hann í dúkkuvagninn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli