Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 14. desember 2022

Vetrarboði


 Fyrir nokkru prjónaði ég sjalið Vetrarboða úr bókinni hennar Auðar Bjartar, Sjöl og teppi, eins báðu megin. Alveg sérlega gaman að prjóna það og líka að nota. Það er ekki djúpt og nógu langt til að þægilegt sé að nota það sem trefil, en þannig nota ég sjölin mín. Svo er auðvitað hvorki rétta né ranga á því, eins báðu megin.

Ljósa garnið er merino fingering frá Vatnsnes yarn og heitir liturinn Frosti. Það dökka er Ahoi frá Rohrspatz&Wollmeise, sami grófleiki og hitt, keypt í Handprjóni. Ljósa garnið var akkúrat nóg í verkefnið, afgangurinn af því vó 3,5 grömm, en hespan var 100 gr. Dökka garnið kemur hins vegar í 150 gr hespum, svo ekkert stress þar. Prjónarnir voru nr. 4.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli