Heildartala yfir síðuflettingar

laugardagur, 31. desember 2022

Vettlingar


Þessa vettlinga prjónaði ég einhvern tíma á þessu og síðasta ári, en setti þá aldrei hér inn. En af því að þetta er handavinnudagbókin mín og hér set ég inn allt það helsta sem ég geri, þá ætla ég að ljúka árinu með því að hreinsa upp það sem eftir var að láta hér á bloggið.
Vettlingarnir hér að ofan eru prjónaðir eftir uppskriftinni Erla sem eru í bókinni Íslenskir vettlingar. Garnið er Merino fingering frá Vatnsnesyarn og liturinn var jólaliturinn í fyrra, minnir mig, og heitir Bjart yfir jólum. Að sjálfsögðu voru þeir notaðir mikið nú í desember.


Svo prjónaði ég þessa herravettlinga úr kambgarni eftir lettnesku munstri sem Ístex gaf út í litlu hefti.


Að lokum eru enn aðrir eftir Erlu uppskriftinni, prjónaðir úr Flóru frá Drops.
Öll vettlingapörin eru prjónuð á prjóna nr. 2. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli