Á veggnum bak við borðið þar sem ég hef úsaumsvélina saumaði ég teppi sem var að hluta gert í þeirri vél. Nú er ég búin að taka af plássinu sem teppið hafði, teppið orðið of stórt og hefur fengið annan stað. Það er nefnilega þannig að þegar maður á útsaumsvél safnast að manni smátt og smátt töluverður tvinni.
Útsaumstvinnakeflin eru frekar stór og finnst mér best að geyma þau í hillu. Ég keypti tvær smíðajárnshillur fyrir nokkrum árum á netinu, ætlaðar fyrir naglalakk. Þær taka samtals 60 kefli og eru fullar. Þá bætti ég við myndahillu úr Ikea, fyrst einni. Þær eru akkúrat nógu djúpar til að hægt sé að koma fyrir tveimur röðum af keflum í hillu. Svo bætti ég annarri við í vor og þá saumaði ég þetta litla teppi og lét það passa á vegginn. Blokkina fékk ég í EQ8 forritinu og saumaði með pappírssaumi. Eftir á sá ég að litapallettan í því passar við tvinnakeflin sem hanga allt í kringum það í þessu horni.
Merkið komið á sinn stað, búið til í Spíralprógramminu í Platínum útsaumsforritinu,
Engin ummæli:
Skrifa ummæli