Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 15. ágúst 2023

Hjónahnútur

Fyrir löngu fann ég þetta munstur á netinu. Ég átti afgang af stramma og nóg af kambgarni, svo ég taldi bara út eftir myndinni sem ég fann og kláraði miðjuna. Svo lagði ég það frá mér í mörg ár en lauk við það fyrir nokkru.

Í heildina er munstrið mun stærra, breiður rammi í kringum fuglana, en ég setti bar mjóan ramma og lét það gott heita. 


 Svo bjó ég til lítinn púða sem fer vel með hinum nálapúðunum. Hann er saumaður með fléttusaum, eða gamla krosssaumnum. Upphaflega munstrið er byggt á munstri úr Sjónabókinni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli