Elsta ömmustelpan mín og bróðir hennar eiga heima hjá sér lifandi Axolotl eðlu í búri. Fyrir nokkru bað hún mig að sauma handa sér eðlu, en amman var frekar hugmyndasnauð og fann ekkert almennilegt við leit.
Þá dúkkaði upp á Saumaspjallinu á Facebook þessi líka flotta Axelotl eðla. Sú sem saumaði hana var svo almennileg að vísa mér á uppskriftina. Hún er frí á netinu og henni fylgir útsaumsskrá fyrir andlitið, sem ég hlóð niður líka og sendi í útsaumsvélina. Það er alveg hægt að sauma augun öðruvísi á, t.d. með filti.
Ég gerði að sjálfsögðu fjórar, og til að þær þekktust í sundur hafði ég smá litamun á augunum.
Ég keypti flísefni í Föndru og tróð vel í þær, og þær heppnuðust mjög vel.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli