Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 31. janúar 2024

Dúkkuföt

Einhvern tíma í haust fór ég í tiltektir og fann í prjónapoka nokkrar ókláraðar prjónaflíkur á dúkkur. Ég dreif mig í að klára þær því ég þoli ekki að eiga hálfkláraða handavinnu hingað og þangað. Þetta voru sem sagt flíkurnar á myndinni hér að ofan. Ég bætti reyndar við tveimur nærbolum eins og þessum bleika.

Og fyrst ég var komin i dúkkufataprjón þá hélt ég áfram og prjónaði þrjár peysur, allar úr mismunandi garnafgöngum, og pils.

Flíkurnar efst í vinstra horninu á myndinni hér að ofan eru úr Klompelompe bókum, en peysurnar og nærbolirnir eru úr Sy&strikk dukkeklær eftir Anne Grethe Gaaserud.
 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli