Heildartala yfir síðuflettingar

fimmtudagur, 12. desember 2024

Dúkkukjólar


Fyrir um ári síðan saumaði ég kjóla úr þessu efni á ömmustelpurnar þrjár. Sniðið heitir Jerseykjole med sving for barn og er einnig til í fullorðinsstærð. Það er meira að segja líka til í dúkkustærð.


Þegar ég sneið kjólana á stelpurnar passaði ég að sjálfsögðu að nýta efnið eins vel og ég gat. Og til að ekkert færi til spillis sneið ég eins mikið af dúkkufötum og hægt var úr smá bútum sem annars hefðu farið í ruslið. Svo geymdi ég þetta í marga mánuði og saumaði loksins í haust.



Ég fékk út úr þessu þrjá kjóla og einn skokk (sem ég er ekki búin að sauma) og nokkrar nærbuxur á dúkkurnar. Ef vel er að gáð liggur út og suður í þráðréttunni hjá mér, aðalatriði var að ná sem mestu út úr efninu. Kjóllinn er sem sagt úr dúkkusniðapakka frá Ida Victoria, sem ætlaður er fyrir Baby born, en í þessu tilfelli passaði hann vel á OG dúkkurnar. Nærbuxurnar eru úr sama pakka, og líka frá Kreativistine.



 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli