Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 18. desember 2024

Strákavesti


Ég prjónaði vesti á ömmustrákinn eina til að vera í yfir hátíðirnar. Hann hefur gaman af því að vera fínn og herralegur.


Ég studdist við uppskriftina Smáravesti frá Ömmu Loppu að mestu leyti, en breytti stroffunum þannig að ég hafði eina og eina í stað þess að hafa tvær sléttar og tvær brugðnar. Með því gat ég haft fallega úrtöku í vaffinu í stað þess að leggja á misvíxl og sauma niður eins og uppskriftin gerir ráð fyrir.


 Ég fitjaði upp á stærð 5-6 ára, en drengurinn er fimm ára síðan í haust, en hafði síddina nær 6-8 ára stærðinni, því hann er frekar langur. 

Garnið er Dale Lille Lerke, blanda af ull og bómull, og prjónastærðin var nr. 4.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli