Heildartala yfir síðuflettingar
þriðjudagur, 19. júní 2012
Edinborg - London
sunnudagur, 17. júní 2012
Peysukjólar
Ég saumaði mér tvo svona peysukjóla um daginn. Hún Lóa (Lóa-design á facebook, endilega skoðið) kenndi okkur kennurunum þetta. Efnið keypti ég í Twill, og teygjuskáböndin líka.
Rauði kjóllinn er úr teygjuefni, sem er æskilegra, en hinn ekki, samt er hann mjög fínn líka. Maður kaupir 80-90 cm af efni, 140 cm breiðu, og brýtur saman, saumar ermar úr teygjanlegu blúnduefni eða jerseyi á, gerir gat fyrir hálsmál, faldar það með teygjuskábandi og saumar saman í hliðum, þ.e. ferningur með ermum og hálsmáli.
Ég saumaði svo 15 cm teygju frá faldi upp í hliðarnar og teygði hana yfir 30 cm til að fá rykkingu. Ég notaði overlockvélina að sjálfsögðu, en það er enginn vand að gera þetta í venjulegri saumavél.
fimmtudagur, 14. júní 2012
Síð peysa
Einhvers staðar á netinu sá ég peysu sem var prjónuð úr kambgarni og einbandi, og að sjálfsögðu varð ég að prófa það. Sniðið af peysunni er af "Keðju" úr bókinni Prjónað úr íslenskri ull, og munstrið er úr "Röngu".
Ég notaði prjóna nr. 4,5 og fékk sömu prjónafestu og með léttlopa. Í munstrinu hafði ég grátt kambgarn og brúnt einband.
Kragann prjónaði ég á grófari prjóna, 5,5, og notaði " bændamarkaðsstroff", þ.e. tvær sléttar umferðir sú þriðja slétt og brugðin.
mánudagur, 28. maí 2012
Litlar hosur
Þrjú pör af ungbarnahosum, stærð 0 - 4 mánaða. Fínt að grípa í svona smáprjón þegar horft er á sjónvarpið á kvöldin. Uppskriftin er úr bókinni Sokkaprjón, en ég notaði fínni prjóna en gefið er upp, ég prjónaði á prjóna no. 2,5.
föstudagur, 11. maí 2012
Inga - dömupeysa
fimmtudagur, 26. apríl 2012
Lopapeysa á Baby Born
sunnudagur, 8. apríl 2012
Blár ungbarnakjóll
Nú er orðið langt síðan ég hef sett nokkuð hér á bloggið, enda hefur ekki verið mikið að sýna. Allur tími og orka hefur farið í búferlaflutninga okkar hjóna. Ég náði þó að prjóna þennan kjól á minnstu frænkuna mína, hana Salvöru Veigu, sem varð eins árs þann 5. mars. Uppskriftin er úr Prjónablaðinu Ýr, úr blaði nr. 42.
Ég tók líka upp saumavélina til að sauma gardínur fyrir stofuna, fimm lengjur. Það var voða gott að sauma dálítið aftur. Nú erum við á fullu við að koma okkur fyrir á nýju heimili og nýtt saumaherbergi er að taka á sig mynd.
GLEÐILEGA PÁSKA!
mánudagur, 23. janúar 2012
Viðurkenning

Tusen takk, Anneli, for denne award!!