Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 10. apríl 2009

Vordúkur

Ég lauk við að setja saman stjörnuteppið í gær og ætlaði að setja kantana á og klára það. Fór í Rúmfatalagerinn og keypti bakefni. Þá sá ég að ég átti ekki nógu mikið af brúna efninu í kantana. EQ6 sagði að ég þyrfti 1 og 1/8 yards í þá, og ég á minna en það. Virka er lokuð fram yfir helgi svo ég verð að bíða.
Þá er að snúa sér að næsta verkefni. Ég er löngu búin að gefast upp á því að hafa stóran dúk á eldhúsborðinu, það er alltof mikið álag á því til þess. Því datt mér í hug að gera lítinn dúk á miðjuna, sem ég get kippt í burtu þegar þarf. Ég vildi hafa hann einfaldan, og gerði þennan úr einni blokk, sem ég stækkaði upp. Hann verður ca.43x43 cm.
Þetta eru efnin sem ég ætla að nota.


2 ummæli:

  1. Fallegir og sumarlegir litir Hellen. Held ég verði að fá mér þetta forrit!

    SvaraEyða
  2. Það er ekki einleikið hvað mér gengur illa með að senda inn athugasemdir. Þetta hér fyrir ofan er frá mér Hellen mín. Ég var bara logguð inn hjá honum Magga mínum. Páskakveðja Sigga Gunnlaugs

    SvaraEyða