Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 14. apríl 2009

Baktus trefill og rauð peysa

Þá er ég búin að prjóna mér Baktus trefilinn, sem ég hef séð á nokkrum stöðum á netinu. Ég notaði prjóna nr. 3 og sokkagarn, sem ég keypti í Fjarðarkaupum fyrir nokkru, en hef ekki séð það aftur þar. Ég var svo hrifin af litunum að ég keypti 2 dokkur. Uppskriftin er einföld: Notaðar eru 2 dokkur af garni. Fitjaðar eru upp 3 lykkjur, prjónað garðaprjón, og í 4. hverri umferð er aukið út í annarri hliðinni, þar til ein dokka er búin. Þá er tekið úr í 4. hverri umferð í sömu hlið þar til seinni dokkan er búin. Ég þvoði hann eftir að ég tók myndirnar og er búin að nota hann, og hann er mjög þægilegur.
Peysan, sem ég sýndi upphafið af fyrir nokkru, er löngu búin, átti bara eftir að mynda hana. Svo er bara spurningin hvort ég þori að vera í svona áberandi lit.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli