Þá er ég búin að prjóna mér Baktus trefilinn, sem ég hef séð á nokkrum stöðum á netinu. Ég notaði prjóna nr. 3 og sokkagarn, sem ég keypti í Fjarðarkaupum fyrir nokkru, en hef ekki séð það aftur þar. Ég var svo hrifin af litunum að ég keypti 2 dokkur.
Uppskriftin er einföld: Notaðar eru 2 dokkur af garni. Fitjaðar eru upp 3 lykkjur, prjónað garðaprjón, og í 4. hverri umferð er aukið út í annarri hliðinni, þar til ein dokka er búin. Þá er tekið úr í 4. hverri umferð í sömu hlið þar til seinni dokkan er búin.
Ég þvoði hann eftir að ég tók myndirnar og er búin að nota hann, og hann er mjög þægilegur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli