Heildartala yfir síðuflettingar

fimmtudagur, 10. janúar 2019

Poki


Milli jóla og nýárs var ég aðeins að æfa mig í útsaumi í vél.
 

Til að prufan yrði að einhverju hafði ég hana nógu stóra til að geta gert úr henni poka.
Ég hafði pokann tvöfaldan, þ.e. fóðraði hann að innan.
 
  
Fangamarkið er líka saumað í útsaumsforriti, en krosssaumsmunstrið er bara skrautsaumur í vélinni.


Eiginlega minnir þetta mig helst á handavinnupokann, sem ég saumaði í barnaskóla eins og allar stelpur þessa lands á þeim tíma.
Núna eru í honum hálfprjónaðir pottaleppar í bláu og hvítu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli