Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 29. janúar 2019

Sjaltrefill


Ég kalla þetta sjaltrefil vegna þess að formið minnir á sjal, en ég vef honum um hálsinn eins og trefli. Frábær í kuldanum því hann er ekki fyrirferðarmikill en hægt að vefja honum vandlega kringum háls og upp á andlit.
Garðaprjónið er líka svo skemmtilega teygjanlegt og fellur vel að manni.

Uppskriftin er svona:

Fitjið upp 4 lykkjur, prjónið eina umferð.
1. umferð: aukið út í byrjun umferðar með því að fara tvisvar í fyrstu lykkjuna, prjónið þar til tvær lykkjur eru eftir, prjónið þær saman.
2. umferð: prjónið út prjóninn og aukið út í síðustu lykkju með því að prjóna tvisvar í sömu lykkjuna.

Svona heldur maður áfram eins og maður vill, og lykkjurnar sem safnast á prjóninn mynda aðra langhliðina þegar fellt er af.

Ég notaði Drops baby merino, 160 grömm,  og prjóna 4, en vinkona mín, sem prjónaði sér svona og gaf mér uppskriftina var með grófara, litaskipt garn og grófari prjóna og fékk stórt og fallegt sjal.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli