Dresden Plate blokkin er ein af mínum uppáhalds.
Ég vann teppið í EQ8 forritinu, og notaði svo stikuna góðu til að sníða blöðin og hringskerann til að búa til hringina.
Stærðin er 106 x 106 sentimetrar.
Ég stakk í öll saumför, og notaði skrautspor í köflótta rammann, kappmellaði blokkina á grunninn, stakk munstur eftir stiku á ysta rammann, og stakk fríhendis allt þetta ljósa.
Epic vélin mín er frábær í fríhendisstungu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli