Einhvern tíma rakst ég á þessa húfuuppskrift á netinu.
Þegar ég fór að lesa hana nýlega sá ég að það átti að nota Drops Merino Extra Fine, en ekki á uppgefna prjónastærð fyrir það garn, sem er nr. 4, heldur á prjóna 3.
Ég átti heila dokku af þessum lit og gat ekki beðið með að prófa hvernig það gengi upp.
Ég gerði hana á eins árs þótt litli gæinn minn sé bara rétt að verða tveggja mánaða. Húfan verður bara geymd.
En hún kom mjög vel út með þessari prjónastærð, þétt og hlý, og leggst vel að höfðinu.
Uppskriftin er frí á Ravelry.
Uppskriftin er frí á Ravelry.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli