Það er meira en ár síðan ég prjónaði Vorliljuna mína. Er samt bara nýbúin að þvo hana og taka í notkun. Ég keypti garnið í garngöngunni 2018. Bleiki liturinn er handlitað garn frá Héraði, en grái er Yaku frá litlu prjónabúðinni, hvort tveggja dásamlega mjúkt.
Snilldin við þetta sjal er að það er eins á réttu og röngu þrátt fyrir garðaprjón, rendur og kaðal.
Snilldarhönnun frá Auði Björtu Skúladóttur.
Uppskriftina keypti ég í Handprjóni í Hafnarfirði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli