Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 30. mars 2021

Húfan Ösp

Um áramótin sá ég að húfan Ösp, sem ég prjónaði á litla ömmustrákinn fyrir ári síðan, var orðin alltof lítil svo ég prjónaði aðra í janúar. Hana hafði ég í stærðinni 1-3 ára, enda er hann að verða 19 mánaða. Ég prjónaði úr Drops merino extra fine og uppskriftin er frá Knillax. Dúskinn af gömlu húfunni endurnýtti ég.

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli