Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 28. apríl 2021

Þrír prjónakjólar - Veslemor-tunika


Það kom að því að ég prjónaði þessa kjóla á stelputríóið mitt. Búin að eiga uppskriftina lengi í bókinni Klompelompe, strikk til baby, barn og voksen. Held að það sé fyrsta bókin þeirra. Langaði að prjóna þá fyrir þann aldur sem þær eru á núna, sú yngsta að verða fjögurra ára og tvær elstu að verða sex.


 Það var sérlega gaman að prjóna þá, byrjað efst og þess vegna gott að máta síddina. Ég notaði garnið sem gefið er upp í uppskriftinni, Dale Lille Lerke, keypt í A4, og prjóna nr. 3. Stærðirnar eru á 3-4 ára og 5-6 ára.

5 ummæli:

 1. Svör
  1. Thank you, Karen! For my little granddaughters.

   Eyða
 2. æ hvað þeir eru mikil krútt, þær hljóta að vera glaðar með þetta
  kv. Fríða Braga

  SvaraEyða
 3. Takk, Fríða! Já, þær nota mikið það sem ég geri á þær ☺️

  SvaraEyða