Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 15. nóvember 2021

Veggteppi


Um daginn losnaði lítill veggur vegna breytinga sem urðu á saumaherberginu. Ég sá þarna tækifæri til að sauma nýtt teppi og gerði það. Myndin var reyndar tekin úti á palli en ekki í herberginu því það átti eftir að setja nagla fyrir teppið. Ég teiknaði það í EQ8 bútasaumsforritinu mínu, sem ég nota í flest bútasaumsverkefni. Ferningarnir kringum miðjuna eru ekki alveg ferningar, það munaði aðeins á hliðunum, þannig að ég saumaði þá með pappírssaum. 


Miðjan er applíkeruð í nýrri útsaumsvél sem ég eignaðist í haust og ætla að segja betur frá fljótlega. Mótívið er eitt af mörghundruð sem fylgdu með henni.


Merkimiðinn er líka saumaður í nýju vélinni. Ekki oft sem ég man eftir að merkja strax, en nú mundi ég það.
 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli