Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 3. október 2022

Handklæði merkt

Gömlu sundhandklæðin mín tvö voru orðin svo úr sér gengin, að ég lagði þau til hliðar um daginn og keypti ný. Þessi gömlu voru ekki sérlega falleg og þess vegna notuð í sundið, enginn hefði tekið þau í misgripum.

Mér þótti nú öruggara að merkja þau nýju, enda algeng týpa sem ég keypti. Mamma og tengdamamma merktu öll sín handklæði, eins og myndarlegar húsmæður gerðu hér áður, og þetta gerðu þær ýmist í höndum eða með venjulegri saumavél. Þær hefðu elskað að eiga græjuna sem ég á í dag til að merkja með.


 Ég skrapp í Pfaff um daginn og keypti mér járnramma (Metal Hoop) með sterkum seglum til að festa efnið með á rammann. Ég átti minnsta rammann en fékk mér 24x15 rammann líka, þann stærsta. Hann er upplagður í svona verkefni. Stafinn á myndinni hér að ofan fann ég í Premier+ Intro forritinu mínu sem fylgdi gömlu útsaumsvélinni. Stafina þrjá á hinu handklæðinu fékk ég úr litlu forriti sem fylgir hinu og heitir það Quick Font, en með því get ég tekið hvaða leturgerð sem er í tölvunni minni og breytt henni í útsaumsstafi í ýmsum útgáfum. 

 Ég á örugglega eftir að ráðast á handklæðabunkann og merkja fleiri, svona til gamans.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli