Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 19. október 2022

Sumarboði

Sumarboði er úr nýju bókinni hennar Auðar Bjartar, Sjöl og teppi eins báðum megin, sjalið sem er framan á bókarkápunni. Ég byrjaði á því um leið og bókin kom út og eru því nokkrar vikur síðan ég lauk því. Var alltaf að vandræðast með myndatökuna, litirnir aldrei alveg réttir og erfitt að sýna hvernig sjalið lítur út því það er svo langt. Ég er mjög ánægð með það, skemmtilegt að prjóna það, en maður þarf að einbeita sér alveg við prjónaskapinn, þetta var ekki sjónvarpsprjón. Ég nota sjöl alltaf eins og trefla og þess vegna er mjög þægilegt að eiga eitt af þessu tagi.


 Garnið er frá Rohrspatz & Wollmeise, keypt í Handprjóni á garngöngunni í haust, og prjónarnir nr. 4.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli