Síðasta sumar heimsótti ég sýningu á Árbæjarsafni sem fjallar um Karólínu Guðmundsdóttur vefara og verk hennar. Alveg stórfóðleg sýning sem kemur á óvart. Mér skilst hún standi fram á næsta ár.
Í tilefni sýningarinnar voru hannaðar og seldar útsaumspakkningar með munstrum frá Karólinu. Ég fékk tvær svona pakkningar í jólagjöf og lauk við að sauma báðar í febrúar. Svo hálfpartinn gleymdi ég þeim uppi í hillu en ætla að láta ramma þær inn. Það er líka hægt að nota þær í púða, en ég á svo marga útsaumaða púða að það er ekki á það bætandi. En það fer nú að verða lítið pláss á veggjunum líka….hlýt samt að koma þeim einhvers staðar fyrir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli