Ein ömmustelpan bað mig um að prjóna peysu á hana Sissý, uppáhalds bangsann sinn. Hann fékk því að verða eftir hjá ömmu til að hún gæti bjargað málunum. Stelpan skaffaði garnið sjálf, eitthvað sem hún hafði gert í frístund í skólanum og vildi rekja upp til að nota. Það dugði ekki í peysu svo ég notaði það í húfu og fann annað garn í peysu.
Þá kom félagi þessa bangsa og vildi líka fá peysu og húfu, enda eigendurnir systur. Amma dreif það af líka.
Svo stigu fram fleiri bangsar frá öðru heimili og báru sig illa vegna fataleysis, enda vetur að ganga í garð, svo prjónarnir tifuðu áfram.
Ég var nú bara orðin ansi góð í þessu fyrir rest. Anatómía svona hundabangsa er engu öðru lík, mjög breitt bak og örmjó bringa, en svakalega eru þeir krúttlegir í svona peysum. Öll fjögur fengu föt á a.m.k. einn bangsa í þessari umferð og allir ánægðir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli