Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 10. október 2023

Regnbogasokkar

Eitt af sumarverkunum var að prjóna sokka á barnabörnin fjögur fyrir veturinn. Ég féll alveg fyrir þessu garni þegar ég sá það í Garnbúð Eddu í vor. Einni ömmustelpunni fannst ég reyndar ekki geta kallað þetta regnbogagarn því það vantaði gula litinn. En það er glimmerþráður í því, það er nú eitthvað.

Uppskriftin sem ég fór eftir er frá garnstudio.com. Ég fór reyndar ekki eftir henni varðandi lykkjufjölda, sokkarnir verða of þröngir. Ég teiknaði eftir fótum barnanna til að hafa einhver stærðarviðmið og mátaði þegar þau náðust. Svo var allt merkt.


 Garnið heitir Signature Sparkel úr Garnbúð Eddu. Tvær 400 metra dokkur dugðu í alla sokkana. Prjónarnir voru nr. 2,5 og hér er tengill á uppskriftina.  Börnin eru 4, 6 og tvær 8 ára, en ég fór sem sagt ekki stíft eftir uppskriftinni með uppfitjun og stærðir.

1 ummæli:

  1. Fallegir litir! Mér finnst líka mjög gaman að búa til svona hlýja ullarsokka.

    SvaraEyða