Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 31. október 2023

Hrekkjavaka 🎃👻🕸️

Ég geri mikið af því að skipta út bútasaum og fleiru eftir árstíðum. Ég er t.d. með vegg í þvottahúsinu sem breytir um ásýnd reglulega.

Nú bættist teppi í safnið til að minna á þennan skemmtilega tíma hrekkjavökunnar. Þótt ég taki ekki þátt í henni sem slíkri þá finnst mér gaman af handavinnunni sem hún býður upp á.

Ég tíndi til allt sem ég átti af efnum sem líktust appelsínugulu, en þann lit kaupi ég næstum aldrei, finnst hann almennt ekki fallegur og líður ekki vel með hann í kringum mig. En með því að hafa mikið svart með þá sleppur þetta í teppinu, er bara ánægð með það.

Svo átti ég meira að segja hárrétta tvinnann til að stinga með, hann hafði í sér alla réttu litina fyrir teppið.


 Blokkirnar í teppinu eru úr EQ8 bútasaumsforritinu, saumaðar með pappírssaum og eru 5,5 “ að stærð. Merkið gerði ég í útsaumsvélinni, og fylgdi munstrið gömlu Pfaff Creative 1.5 vélinni minni. Letrið er úr My Sewnet forritinu mínu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli