Ég hef áður prjónað þessa uppskrift. Mér finnst gaman að prjóna hana og stærðin og lagið á sjalinu er akkúrat eins og ég vil hafa það. Það heitir Aðventusjal, en þegar komið er svona nálægt páskum finnst mér hálf skrítið að vera að sýna sjal með þessu nafni. En það var prjónað fyrir þó nokkru síðan, ég hef það mér til afsökunar. Hér eru allar upplýsingar um hvar uppskriftina er að finna. Ég man ekkert hvaðan garnið er, átti það í handlitaða garnsafninu mínu, en prjónarnir voru nr. 4.
Saumaherbergi Hellenar
Heildartala yfir síðuflettingar
föstudagur, 4. apríl 2025
miðvikudagur, 19. mars 2025
Northeasterly úr útsaumsgarni
Í gegnum tíðina hefur safnast upp hjá mér mikið af útsaumsgarni. Ég var búin að koma því fyrir uppi á háalofti og það pirraði mig að vita af því þarna og engin plön um að nota það.
Síðasta sumar vantaði mig eitthvað á prjónana til að hafa með í húsbílaferð og sótti garnið upp á háaloft. Valdi mér aftur uppskriftina Northeasterly sem ég hef prjónað áður, en hún hentar svo vel þegar garnið er allavega og mismikið af hverjum lit.
Ég notaði einungis ullargarn, geymdi allt annað. Svona leit bakhliðin út hjá mér, en uppskriftin gerir ráð fyrir að gegnið sé frá endum jafnóðum með því að vefa þá í prjónið jafnóðum, en það er ekki almennilegur frágangur í mínum huga. Hins vegar er þráðurinn í einni dokku ekki langur, ég tala nú ekki um ef búið er að taka af henni, þannig að endarnir urðu mjög margir sem ganga þurfti frá.
Uppskriftin heitir sem sagt Northeasterly og fæst á Ravelry.
þriðjudagur, 11. mars 2025
fimmtudagur, 13. febrúar 2025
Vettlingar og sokkar
þriðjudagur, 28. janúar 2025
Býkúpa
Garnið er Drops merino extra fine (kemur engum á óvart), prjónarnir nr. 3 og 4 og stærðin passar á 6-8 ára.
þriðjudagur, 31. desember 2024
Chunky Twist eyrnabönd
Fyrir fimm árum prjónaði ég eyrnabönd fyrir okkur stelpurnar í fjölskyldunni, sex stykki. Í haust bað ein ömmustelpan mig um að prjóna aftur hvítt eyrnaband fyrir sig, því trúlega hefur það gamla verið orðið of lítið. Það er hér að ofan. Uppskriftin heitir Chunky Twist og fæst á Ravelry.
Þegar ég svo prjónaði peysurnar á þær í haust átti ég nógan afgang í eyrnabönd í stíl við peysurnar. Heppilegt að það er gert ráð fyrir Drops Air í eyrnaböndin, sama garni og ég var með í peysunum.
miðvikudagur, 18. desember 2024
Strákavesti
Ég fitjaði upp á stærð 5-6 ára, en drengurinn er fimm ára síðan í haust, og hafði síddina nær 6-8 ára stærðinni, því hann er frekar langur.
Garnið er Dale Lille Lerke, blanda af ull og bómull, og prjónastærðin var nr. 4.
fimmtudagur, 12. desember 2024
Dúkkukjólar

Ég fékk út úr þessu þrjá kjóla og einn skokk (sem ég er ekki búin að sauma) og nokkrar nærbuxur á dúkkurnar. Ef vel er að gáð liggur út og suður í þráðréttunni hjá mér, aðalatriði var að ná sem mestu út úr efninu. Kjóllinn er sem sagt úr dúkkusniðapakka frá Ida Victoria, sem ætlaður er fyrir Baby born, en í þessu tilfelli passaði hann vel á OG dúkkurnar. Nærbuxurnar eru úr sama pakka, og líka frá Kreativistine.

sunnudagur, 24. nóvember 2024
Skólapeysur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)