Saumaherbergi Hellenar
Heildartala yfir síðuflettingar
föstudagur, 31. október 2025
Fljúgandi gæsir
miðvikudagur, 22. október 2025
Vorflétta
Þetta er Vorflétta eftir Auði Björt. Hún kemur í tveimur stærðum og valdi ég þá minni. Í hana átti að duga ein 100 gr. hespa, 400 metrar. Það fór aðeins meira hjá mér, um 106 grömm, en það gerði ekkert til því ég var með 150 gr. hespu frá Handprjóni, en man ekki hvað hún hét. En ég er mjög ánægð með þetta smásjal og gaman að prjóna það.
Það er eitt af aðalsmerkjum Auðar Bjartar að sjölin og teppin líta eins út beggja megin, það er hvorki ranga né rétta.
Þegar þetta er skrifað er bleiki dagurinn, og ég skartaði því í fyrsta sinn í dag þegar ég útréttaði um borg og bý.
miðvikudagur, 17. september 2025
Haustverkin
Hjá mér eru haustverkin ekki sláturgerð eins og áður eða berjatínsla, heldur vettlingaprjón á barnabörnin.
Að þessu sinni notaðist ég næstum eingöngu við afganga frá vettlingaprjóni undanfarinna missera. Það urðu margar rendur og litaskipti og þar af leiðandi margir endar að ganga frá. En það er ekki leiðinleg vinna, bara handavinna eins og annað.
föstudagur, 12. september 2025
Saumað í viskastykki og fleira
þriðjudagur, 19. ágúst 2025
Cosmo
Ein ömmustelpan mín, hún Auður Katla, er mikill aðdáandi Dandy’s World karakteranna. En hún er líka mjög skapandi stelpa og býr allt mögulegt til sem hún lærir á Youtube, og saumar á saumavél sem hún á sjálf ásamt bróður sínum, vél sem hin amma þeirra gaf þeim í vor.
Í sumar gerði hún þennan haus sem tilheyrir Cosmo úr Dandy’s World, en er hér karakter í Roblox leiknum. Hún gerði hann alveg sjálf úr pappa sem var ekki auðvelt og var með alveg sér vinnuborð í bílskúr foreldra sinna. En hana vantaði hettubolinn sem persónan klæðist og bað mig um hjálp.
Svo vel vill til að langamma hennar í móðurætt skildi eftir sig dálítið af ónotuðum efnum sem voru sett í mína vörslu og þar fann ég efni í peysuna. Þetta var samvinnuverkefni okkar Auðar, ég tók upp snið, hún klippti út, en ég saumaði allt. Ætlaði fyrst að láta hana sauma eitthvað, en sá að tíminn leyfði það ekki fyrir utan að ég notaði overlock vélina að mestu, sem er ekki fyrir börn. Svo klúðraði ég saman vettlingum í restina sem voru bara fyrir útlitið.
Afi hjálpaði líka við að setja tjullið fyrir augun, erfitt að líma niður tjull.
Ég gat notað sniðið af Hildas Hoodie hettupeysunni frá Ida Victoria, minnstu kvenstærðina, enda er daman orðin 10 ára. Ég breytti hettunni aðeins að framan til að geta sett bönd. Þetta heppnaðist sem sagt og allir glaðir. Svo hef ég heyrt að hún noti peysuna líka dags daglega.
mánudagur, 4. ágúst 2025
Cantaloupe sjal
laugardagur, 12. júlí 2025
Teppi úr gömlum efnum
Ég á mikið af efnum og eru mörg þeirra áratuga gömul, og voru gamaldags á þeim tíma sem ég fékk þau.
fimmtudagur, 19. júní 2025
Húsdýr
Það er svo margt til hjá Kreative Kiwii sem gaman er að vinna í útsaumsvélinni. Ég féll alveg fyrir þessum kisum sem eru í rauninni bollamottur en geta líka verið bókamerki eða bara hvað sem er. Þær fóru til barnabarnanna enda búa þau á kattaheimilum.
Svo freistaðist ég til að sauma restina af bústofninum, gat ekki skilið þessi eftir.
þriðjudagur, 27. maí 2025
Vettlingar
Einhvern tíma á útmánuðum prjónaði ég vettlinga á barnabörnin fjögur. Ég sá nýtt garn frá Drops í Gallery Spuna og langaði að prufa það. Finnst það koma skemmtilega út í svona vettlingum. Ég notaði uppskriftina góðu sem er frí á heimasíðu Storksins, Randalíus. Garnið heitir Fiesta.































