Heildartala yfir síðuflettingar

laugardagur, 21. febrúar 2009

Hawaii

Mig langaði til að sýna þennan púða. Hann er með munstri sem ættað er frá Hawaii. Þá er munstrið gert þannig að efnið er brotið í fernt og svo klippt, þannig að munstrið speglast í öll hornin, og síðan er applíkerað. Í EQ6 forritinu eru nokkur svona munstur og kallast þar "hawaiian". Það skemmtilega er að púðinn er keyptur á Hawaii líka, þannig að hann er "alvöru". Sonur minn færði mér hann þegar hann kom þaðan úr fríi fyrir einu og hálfu ári. Það er ekki erfitt að velja gjöf handa mér, ég er svo gegnsæ.

1 ummæli:

  1. Ég gæti trúað að þetta sé frekar seinleg vinna, ekki satt? En fallegur er hann.
    Kv. Anna Björg.

    SvaraEyða