Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 6. febrúar 2009

Húsin

Ég átti leið fram hjá Virku í dag og notaði að sjálfsögðu tækifærið til að kaupa nokkra búta, komin alla leið frá Hafnarfirði. Ég er að prófa að leita að aðeins bjartari litum en ég er vön að nota, en þó ekki skærum. Fór að skoða þessa síðu, og er alveg heilluð af litasamsetningunni hjá þessari konu. Margt af þessu eru litir sem ég nota mikið, en hún er með svo milda liti líka.
Þetta teppi saumaði ég í vetur, og lét það passa á þennan vegg í borðkróknum í eldhúsinu. Ég er alltaf veik fyrir þessu mótífi. Þarna er ekkert hús úr sama efni. Teiknaði teppið í EQ6 og saumaði með pappírssaumi.

Teppið er stungið í vél.


1 ummæli:

  1. Sæl, ég sit hér við tölvuna og hugsa um hvað ég eigi að gera í dag, hugsunin snýst bara um hvort ég eigi að prjóna eða sauma ekki hvort ég eigi að taka til eða hreyfa mig.
    Falleg efni sem þú varst að kaupa, það er gaman að fá myndir af efnum og enn meira spennandi að sjá hvað verður úr þeim.
    Kv. Anna.

    SvaraEyða