Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 9. febrúar 2009

Saumavélafætur

Hér sjást örlög efnanna sem ég sýndi fyrir nokkrum dögum. Núna er ég að gera löber með "Double Weddingring", en mig hefur alltaf langað til að gera það munstur. Löberinn verður með þremur hringjum, og er ég búin að sauma þá 20 búta sem fara í þá, og þeir eru ekki saumaðir með pappírssaumi! Ég saumað þá saman með saumavélafætinum sem stýrir 1/4 tommu saumfarinu með kanti, og það var alveg frábært:
Hér fyrir neðan er svo fóturinn sem stýrir nálinni í saumfarið, þegar maður er að stinga teppi. Algjör snilld!
Það er ótrúlega gaman að spekúlera í aukahlutunum því þeir gera oft gæfumuninn. Nú er ég líka að spá í að kaupa stingplötu með gati fyrir beinan saum, því ég var að lesa að beini saumurinn kæmi miklu betur út bæði í samansaumi og í stungusaumi með þannig plötu. Þá hefði efnið miklu! meira viðnám, en drægist ekki niður í opið með nálinni. Fróðlegt!

3 ummæli:

  1. Hellen!!!
    Þetta er alveg ótrúlegt svo ekki sé meira sagt. Gaman verður að fylgjast méð þér.
    Kveðja,
    Guðrún K.

    SvaraEyða
  2. I think it´ll be a beautiful work.
    Regina, from Brasil

    SvaraEyða
  3. Til hamingju með framtakið!!!!
    Anna
    ES Hlakka til að sjá hringina tilbúna.

    SvaraEyða