Prjónaði þetta sett á dúkkuna úr uppraki af barnapeysu, sem ég hætti við. Garnið er Lanett. Liturinn er rauður, þótt hann sýnist bleikur á myndinni.
Uppskriftin er úr gömlu Tinnublaði.
Svo saumaði ég þessar buxur og peysu úr afgangi af efni sem ég sneið úr síðerma bol á mig til að æfa mig á overlockvélinni. Ég kom minni flík saman með glans, og svo ætlaði ég að fara að falda með þekjusaumnum, en mér tókst ekki að þræða hana rétt. Svo til að halda sönsum fór ég að gera eitthvað annað, og þá varð þetta til á dúkkuna, saumað á Pfaff vélina. Síðan þá er ég búin að horfa á myndbandið sem fylgdi vélinni, sem er miklu skýrara en leiðbeiningabæklingurinn, svo nú ætla ég að leggja til atlögu við hana á morgun.
Segðu mér eitt, hvað heitir þessi best klædda brúða bæjarins?
SvaraEyðaHæ aftur ég, það er rétt ég á bleiku dyrnar!
SvaraEyða