Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 31. maí 2009

Kjólar

Þennan kjól lauk ég við í gær. Þetta er hinn svo kallaði Egg kjóll. Maður tekur bara mál og klippir eftir þeim, krossar fingur og vonar að allt passi. Ég er nú meira fyrir að hafa snið til að fara eftir, en þetta tókst. Þetta var líka heilmikil æfing fyrir mig á overlock vélina, saumaði hann alfarið á hana, setti reyndar líninguna í hálsmálið og á ermarnar í Pfaffvélinni. Hún Þura í kórnum mínum kenndi mér þetta í síðustu messu (!!), þ.e. fyrir og eftir messu. Hér er ég að leggja síðustu hönd á Egg kjólinn.
Þetta er svo hinn kjóllinn, sem ég er að sauma. Hér er ég að sauma síðasta sauminn í Pfaff vélinni, og böndin gerði ég í henni líka. Hitt saumaði ég í Huskylock vélinni, og ætlaði að gera böndin í henni líka, keypti fót og allt, en svo passaði hann ekki.

5 ummæli:

  1. Flottur kjóll. Og til hamingju með overlock vélina. Það getur verið ágætt að eiga tannlæknaspegil ef það gengur brösuglega að skipta um nálar. Þá sérðu nálarraufina í speglinum.

    SvaraEyða
  2. Flottur hjá þér Egg kjóllinn. Ég er smá forvitin og langar til að spyrja hvernig þú gengur frá hálsmálinu og ermunum.

    -Íris

    SvaraEyða
  3. Kristín Axelsdóttir2. júní 2009 kl. 09:56

    Hellen mín. Þú ert ótrúleg! Til hamingju með saumavélina og kjólinn. Ég er búin að hafa það af að kaupa garn og er byrjuð á teppinu.........
    Kveðja,
    Kristín

    SvaraEyða
  4. Kjóllinn er flottur hjá þér. Þú ert bara æðisleg í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.

    SvaraEyða