Ég hef gert nokkra svona nálapúða, en gefið þá alla.
Þennan átti ég saumaðan, og ákvað að ganga frá honum í dag og eiga hann sjálf.
Hann er saumaður með kambgarni í sama java og riddarateppið, með fléttusaum, eða gamla krosssaumnum.
Uppskriftina fékk ég í 4. tölublaði Húsfreyjunnar árið 2004. Þar eru líka tvö önnur munstur.
Er þetta Gordonshnútur? Amma mín átti svona púða og kallaði hann Gordonspúða, ég gat endalaust skoðað hann.
SvaraEyðaBlessuð, voða er gaman að sjá handverk þín. Sjálf er ég fædd haniðarkona. Mig langar að vita hveru stórir nálapúðarnir eru. Þar sem ég bý erlendis langar mig lika að vita hvenig nálgast ég blað Húsfreyjynar frá 2004.
SvaraEyðaGangi þér vel með handavinnuna/ falleg sýðan hjá þér.
Sólveig Friðriksdóttir
Lundi Sviariki.