Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 25. maí 2022

Önnur golftreyja -Tynn Lilly-jakke

Þessi golftreyja er á aðra tæplega sjö ára ömmustelpuna mína, en hin sem er jafngömul fékk eins peysu í fölbleikum lit. Daman valdi sjálf þennan græna lit, fannst nóg komið af bleiku í fataskápnum sínum þegar við mamma hennar stungum upp á bleikum lit, og vildi breyta til. “Öll fötin mín eru bleik, herbergið mitt er bleikt…….”

Það er byrjað á berustykkinu og svo teknar upp lykkjur fyrir hálsmál og til að prjóna niður bolinn og ermarnar. Skemmtilegt að prjóna.

Uppskriftin er úr Klompelompe - Strikkefest. Garnið er Lanett og keypt í Rokku. Prjónarnir voru nr. 2,5 og 3, og í hnappalistana hafði ég þá nr. 2. Stærðin er á 8 ára.

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli